Almenn hegningarlög

Þriðjudaginn 02. júní 1998, kl. 15:47:48 (7244)

1998-06-02 15:47:48# 122. lþ. 140.13 fundur 521. mál: #A almenn hegningarlög# (fyrning sakar) frv. 63/1998, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 140. fundur, 122. lþ.

[15:47]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Í þessu ákvæði frv. er lagt til að sakarfyrningarfrestur vegna kynferðisbrota gegn börnum teljist aldrei fyrr en frá þeim degi er barnið nær 14 ára aldri. Í brtt. sem nú eru greidd atkvæði um er lagt til að sakarfyrningarfrestur teljist aldrei fyrr en frá þeim degi er barnið verður sjálfráða eða við 18 ára aldur. Þeir sem mæla með þessari brtt. eru m.a. umboðsmaður barna, Barnaheill, Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar og Barnaverndarstofa. Ég segi já.