Almenn hegningarlög

Þriðjudaginn 02. júní 1998, kl. 15:50:32 (7247)

1998-06-02 15:50:32# 122. lþ. 140.13 fundur 521. mál: #A almenn hegningarlög# (fyrning sakar) frv. 63/1998, GGuðbj (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 140. fundur, 122. lþ.

[15:50]

Guðný Guðbjörnsdóttir:

Herra forseti. Ég er einn flm. þessarar tillögu. Ég tel algerlega óviðunandi að fyrningarfrestur hefjist þegar barnið er 14 ára. Við leggjum til að hann hefjist þegar barnið er 18 ára. Það kemur í ljós að þetta þýðir að í sumum málum býr viðkomandi enn þá heima hjá sér. Í málum sem snerta kynferðislega áreitni rennur fyrningarfrestur út þegar barnið er um 18 til 19 ára. Við fórum í gegnum þetta ítarlega í nefndinni. Ég mun styðja efni frv. vegna þess að það er til bóta, en það eru mun æskilegri aldursmörk sem við leggjum til í þessari brtt.