Almenn hegningarlög

Þriðjudaginn 02. júní 1998, kl. 15:52:09 (7248)

1998-06-02 15:52:09# 122. lþ. 140.13 fundur 521. mál: #A almenn hegningarlög# (fyrning sakar) frv. 63/1998, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 140. fundur, 122. lþ.

[15:52]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Hér er greitt atkvæði um það að sakarfyrningafrestur vegna kynferðisafbrota gegn börnum teljist frá þeim degi er barnið nær 14 ára aldri. Þessi tillaga er til bóta og hún er skref í rétta átt frá því sem nú er varðandi fyrningarfrest vegna kynferðisbrota gegn börnum. Skemmra og miklu skemmra er þó gengið en minni hlutinn vildi og vísa ég þar til þeirrar brtt. sem var verið að fella. En þar sem tillagan er þó til bóta mun ég greiða henni atkvæði nú að felldri brtt. minni hlutans.