Réttarstaða barna til umgengni við báða foreldra sína

Þriðjudaginn 02. júní 1998, kl. 16:02:37 (7252)

1998-06-02 16:02:37# 122. lþ. 140.18 fundur 173. mál: #A réttarstaða barna til umgengni við báða foreldra sína# þál., ÁRJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 140. fundur, 122. lþ.

[16:02]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Í dómsmrn. er nefnd að vinna að ýmsum endurbótum sem snúa að forsjármálum, skyldum og réttindum foreldra og barna, upplýsingaöflun um gang mála í dómskerfinu í þessum málum og ýmislegt annað. Verksvið nefndarinnar er mjög stórt. Hér er verið að vísa till. til þál., um að tryggja réttindi barna til umgengni við báða foreldra sína, til ríkisstjórnarinnar. Ég vil að það komi fram að það er mjög mikilvægt að þeim þætti í vinnu nefndarinnar verði hraðað. Það eru mörg börn og foreldrar sem líða fyrir það að réttindi þessara hópa eru ekki tryggð. Þess vegna þarf að hraða þessum hluta í vinnu nefndarinnar. Það er mjög áríðandi, í framhaldi af því að þessi tillaga fari til ríkisstjórnarinnar.