Umræða um heilbrigðismál

Þriðjudaginn 02. júní 1998, kl. 17:48:01 (7279)

1998-06-02 17:48:01# 122. lþ. 140.96 fundur 437#B umræða um heilbrigðismál# (um fundarstjórn), Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 140. fundur, 122. lþ.

[17:48]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Forseti vill geta þess vegna orða hv. þm. að það er út af fyrir sig ekki á valdi forseta að setja inn án beiðni einstakra þingmanna eða ráðherra tiltekin mál. Hér er eingöngu verið að ræða mál sem beiðni er um að rædd verði og samkomulag varð um það milli allra aðila án þess að athugasemd hafi verið við það gerð við upphaf umræðunnar að þetta yrði fyrirkomulag hennar.