Aðgerðir til að mæta mismunandi þörfum drengja og stúlkna í grunnskólum

Þriðjudaginn 02. júní 1998, kl. 22:18:28 (7327)

1998-06-02 22:18:28# 122. lþ. 141.22 fundur 109. mál: #A aðgerðir til að mæta mismunandi þörfum drengja og stúlkna í grunnskólum# þál. 29/122, GGuðbj
[prenta uppsett í dálka] 141. fundur, 122. lþ.

[22:18]

Guðný Guðbjörnsdóttir:

Virðulegi forseti. Hér er um aðræða tillögu sem er flutt af Svanfríði Jónasdóttur. Hún er 1. flm. en ég flyt þessa tillögu einnig ásamt Siv Friðleifsdóttur, Sigríði Jóhannesdóttur, Arnbjörgu Sveinsdóttur og Guðmundi Árna Stefánssyni.

Ég er mjög ánægð með að ákveðið hefur verið að samþykkja þessa tillögu og geri ekki athugasemdir við það að síðari mgr. skuli sleppt, þó svo að það væri ekkert verra að mínu mati að það væri tryggt að þessi sjónarmið kæmu með þessum hætti inn í námskrárnar. En ég vil sérstaklega láta í ljós ánægju með breytinguna sem er gerð að tillögu menntmn. um að jafnframt geri nefndin tillögur um viðeigandi breytingar á kennaranámi. Ég tel að þetta sé mjög mikilvægt ákvæði þar sem það hefur verið háð eldhugum eða áhugamálum einstakra kennara í kennaramenntun hvort tekið er á þessu af festu eða ekki og ég vil sérstaklega láta í ljós ánægju með þessa breytingu. Það urðu miklar umræður um þetta í nefndinni og ég vona svo sannarlega að með samþykkt þessarar tillögu verði breyting á kennaramenntuninni í landinu til hins betra að þessu leyti.