Almannatryggingar

Þriðjudaginn 02. júní 1998, kl. 23:35:27 (7336)

1998-06-02 23:35:27# 122. lþ. 141.23 fundur 348. mál: #A almannatryggingar# (lögheimilisskilyrði, slysatrygging sjómanna o.fl.) frv. 59/1998, heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 141. fundur, 122. lþ.

[23:35]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er sjálfsagt að dreifa þeim gögnum sem fyrir liggja en samkvæmt þeim útreikningum sem gerðir hafa verið varðandi hjón, vegna ellilífeyris, vegna ellilífeyris sjómanna, vegna örorkulífeyris, vegna endurhæfingarlífeyris og vegna slysa og örorku, sem allir koma inn í þetta, þá kemur þessi tala út. Ég held að menn verði að spyrja sig alvarlega að því: Á engin tekjutenging að vera varðandi lífeyrisbætur? (ÁRJ: Ekki gagnvart tekjum maka, út á það gengur breytingin.)

(Forseti (StB): Forseti vill biðja hv. þm. að gefa hljóð.)