Almannatryggingar

Þriðjudaginn 02. júní 1998, kl. 23:37:01 (7338)

1998-06-02 23:37:01# 122. lþ. 141.23 fundur 348. mál: #A almannatryggingar# (lögheimilisskilyrði, slysatrygging sjómanna o.fl.) frv. 59/1998, heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 141. fundur, 122. lþ.

[23:37]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það kann vel að vera að við eigum að færa til í þjóðfélaginu einhverja milljarða en við þurfum að vanda þá vinnu og ég er þeirrar skoðunar að það eigi að vera einhver tekjutenging varðandi lífeyrisbætur. Ég held að við getum aldrei styrkt þá sem minnst hafa án þess að til komi einhver tekjutenging því að sem betur fer er til fólk í þjóðfélaginu sem hefur töluverðar tekjur og mér finnst engin ástæða til að almannatryggingar séu að bæta verulega þar við og það er það sem ég tel að við eigum að nota sumarið í að skoða mjög vel.