Tekjuskattur og eignarskattur

Miðvikudaginn 03. júní 1998, kl. 12:38:29 (7372)

1998-06-03 12:38:29# 122. lþ. 142.5 fundur 553. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (skatthlutfall fyrirtækja, arðgreiðslur o.fl.) frv. 95/1998, Frsm. meiri hluta EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 142. fundur, 122. lþ.

[12:38]

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Einar Oddur Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Það liggur fyrir að það hafi tekist á umliðnum árum að búa til þannig umhverfi fyrir fyrirtæki að þau hafi verið fær um að bæta lífskjör meira á þessum áratug en áður og bæta lífskjör betur en öll nágrannalönd okkar. Það er mjög þýðingarmikið að við höldum áfram á þeirri braut. Það er mjög þýðingarmikið að geta mætt kröfum um aukinn kaupmátt og betri afkomu þjóðfélagsins. Til þess þurfum við að sjá til þess að fyrirtæki á Íslandi hafi starfsumhverfi þannig að þau geti borgað laun, þannig að lækka nú tekjuskatt á íslensk fyrirtæki úr 28% niður í það sama og á Norðurlöndunum er það nauðsynlegasta sem við getum gert til þess að tryggja áframhaldandi vöxt á kaupmætti. Það er því alrangt sem kom fram í ræðu hv. þm. Steingríms J. Sigfússonar að með því að lækka svo tekjuskattinn væru menn að svíkja launþega. Það er alveg öfugt. Það er verið að byggja það upp sem þarf að gera, það er verið að leggja grunninn að því að við getum haldið áfram því starfi sem svo farsællega hefur gengið fram.