Verðbréfaviðskipti

Miðvikudaginn 03. júní 1998, kl. 14:27:39 (7384)

1998-06-03 14:27:39# 122. lþ. 142.14 fundur 702. mál: #A verðbréfaviðskipti# frv. 94/1998, Frsm. EOK
[prenta uppsett í dálka] 142. fundur, 122. lþ.

[14:27]

Frsm. (Einar Oddur Kristjánsson):

Herra forseti. Frv. þetta til laga um breytingu á lögum um verðbréfaviðskipti, nr. 13/1996, og lögum nr. 38/1998 er flutt af efh.- og viðskn. Ástæðan er sú að á haustþinginu 1997 var lagt fram frv. til laga um starfsemi kauphalla og skipulag tilboðsmarkaða. Því frv. fylgir frv. til breytinga á lögum um verðbréfaviðskipti, nr. 13/1996. Frumvörpin urðu að lögum í byrjun apríl sl.

Með framangreindum breytingum á lögum um verðbréfaviðskipti var 2. mgr. 1. tölul. 3. gr. laganna felld brott en ákvæðið kvað á um að heimilt væri að starfrækja verðbréfamiðlun skv. 19. gr. laganna um einkahlutafélög. Það var alls ekki ætlunin að fella þennan málslið brott er frv. þetta var lagt fram og er því þetta frv. núna lagt fram til leiðréttingar á þeim mistökum.