Almennar stjórnmálaumræður (útvarpsumræður)

Miðvikudaginn 03. júní 1998, kl. 20:31:56 (7389)

1998-06-03 20:31:56# 122. lþ. 143.1 fundur 439#B almennar stjórnmálaumræður (útvarpsumræður)#, Forseti RA
[prenta uppsett í dálka] 143. fundur, 122. lþ.

[20:31]

Forseti (Ragnar Arnalds):

Umræðurnar fara þannig fram að hver þingflokkur fær til umráða 20 mínútur sem skiptast þannig að í fyrstu umferð hefur hver þingflokkur 8 mínútur til umráða og 6 mínútur í tveimur síðari umferðunum. Kristín Ástgeirsdóttir, 14. þm. Reykv., utan flokka, hefur 8 mínútur til umráða í lok fyrstu umferðar. Röð flokkanna verður þessi í öllum umferðum: Alþb. og óháðir, Sjálfstfl., þingflokkur jafnaðarmanna, Framsfl. og Samtök um kvennalista.

Ræðumenn Alþb. og óháðra verða Svavar Gestsson, 8. þm. Reykv., í fyrstu umferð, Sigríður Jóhannesdóttir, 8. þm. Reykn., í annarri umferð og Bryndís Hlöðversdóttir, 12. þm. Reykv., í þriðju umferð.

Ræðumenn fyrir Sjálfstfl. verða Geir H. Haarde fjmrh., í fyrstu umferð, Kristján Pálsson, 10. þm. Reykn., í annarri umferð og Sturla Böðvarsson, 2. þm. Vesturl., í þriðju umferð.

Ræðumenn þingflokks jafnaðarmanna verða Jóhanna Sigurðardóttir, 13. þm. Reykv., í fyrstu umferð, Rannveig Guðmundsdóttir, 5. þm. Reykn., í annarri umferð og Svanfríður Jónasdóttir, 6. þm. Norðurl. e., í þriðju umferð.

Ræðumenn fyrir Framsfl. verða Páll Pétursson félmrh., í fyrstu umferð, Finnur Ingólfsson viðskrh., í annarri umferð og Hjálmar Árnason, 7. þm. Reykn., í þriðju umferð.

Ræðumenn fyrir Samtök um kvennalista verða Guðný Guðbjörnsdóttir, 19. þm. Reykv., í fyrstu umferð, Kristín Halldórsdóttir, 12. þm. Reykn., í annarri umferð og Kristín Halldórsdóttir, 12. þm. Reykn., í þriðju umferð.