Gjöld af bifreiðum

Fimmtudaginn 04. júní 1998, kl. 10:29:45 (7418)

1998-06-04 10:29:45# 122. lþ. 144.21 fundur 715. mál: #A gjöld af bifreiðum# frv. 83/1998, ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 144. fundur, 122. lþ.

[10:29]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Ég veit ekki hvort þetta er umhyggja af því tagi sem menn kæra sig um. Hv. þm. segir að af umhyggju fyrir þeim sem stunda þennan atvinnurekstur hafi hann lagt fram frv. eða fylgt þeirri niðurstöðu sem í því er að finna til að vernda þá sem stunda þennan rekstur en það kemur í ljós eins og ég las upp áðan og hef rakið áður, er reyndar rakið í álitum sem fylgja þessu frv., að viðkomandi greinar vilja ekki þessa vörn hv. þm. Þær telja sig ekki þurfa á henni að halda. Þær eru reiðubúnar til að taka á sig þann kostnað sem fylgir þessu tvöfalda kerfi, það liggur alveg ljóst fyrir, vegna þess að þær telja það þetta sé heppilegri leið inn í framtíðina. Það liggur fyrir að á næstunni, á næstu árum, næstu missirum munu kröfurnar herðast. Nú þegar er alveg ljóst að því er varðar reglur um útblástur bifreiða hér á landi að Ísland er talsvert aftar en önnur lönd í nágrenni við okkur eru nú þegar. Það liggur líka fyrir að kröfurnar sem þar eru í gildi munu stríkka allverulega á næstu tveimur árum. Þetta vita þeir sem stunda atvinnurekstrur innan þessara greina og þeir vita að það kemur að því að þeir þurfa að laga sig að þessu og þeir hafa valið heppilegustu leiðina. En hv. þm., af einhverri ótrúlegri forsjárhyggju, tekur vitið af þeim, tekur ákvörðun fyrir þá og niðurstaðan er leið sem þeir sem eru innan greinarinnar hafa ekki áhuga á að fara.