Gjöld af bifreiðum

Fimmtudaginn 04. júní 1998, kl. 10:44:48 (7427)

1998-06-04 10:44:48# 122. lþ. 144.21 fundur 715. mál: #A gjöld af bifreiðum# frv. 83/1998, fjmrh.
[prenta uppsett í dálka] 144. fundur, 122. lþ.

[10:44]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (frh.):

Herra forseti. Ég hef ekki miklu við það að bæta sem fram er komið. Ég tel að hér sé komin ásættanleg lausn. Út af fyrir sig er miður að ekki tókst allsherjarsamkomulag í efh.- og viðskn. Það ber að virða að allir hafa lagt sitt af mörkum í því að leysa þetta mál og eins ég segi tel ég að hér sé ekki búið að finna hina endanlegu lausn mála í þessu efni og við eigum að hafa vakandi auga fyrir nýjum hugmyndum á þessu sviði á næstu missirum en þetta mál tel ég að við verðum að klára vegna þess að óvissunni um þetta efni verður að linna og ég tel ekki að það sé góður kostur að fresta málinu til hausts eins og stungið hefur verið upp á. Ég tel að það sé ekki góður kostur, allra hluta vegna, og þess vegna eigum við að ljúka málinu á þessu vori og ég beini þeim eindregnu tilmælum til þingheims að svo megi verða.