Tekjuskattur og eignarskattur

Fimmtudaginn 04. júní 1998, kl. 12:50:00 (7442)

1998-06-04 12:50:00# 122. lþ. 144.25 fundur 524. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (vaxtabætur) frv. 97/1998, fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 144. fundur, 122. lþ.

[12:50]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (andsvar):

Herra forseti. Það verður að líta á alla þætti þessa máls í heild sinni og í samhengi en ekki að taka út úr eitthvert tiltölulega léttvægt atriði sem hv. þm. kallar ,,ýmsan kostnað`` við upphaf viðskipta heldur líka hvernig þetta mál lítur út þegar vaxtabreytingarnar hafa verið reiknaðar með.

En ég er búinn að svara þessu og ég tel að þetta kerfi sé til hagsbóta fyrir flesta þá sem það á að þjóna.

Síðan var spurt aftur um Íbúðalánasjóðinn nýja og niðurgreiðslu vaxta til byggingar leiguíbúða. Það mál er út af fyrir sig ekki afgreitt eins og ég sagði áðan. Þó er gert ráð fyrir því að ný lán eftir árið 2000 verði óniðurgreidd, má vera að þingmaðurinn hafi sagt það hér sjálfur. En spurningin um að gera þennan sjóð sjálfbæran, það er alveg rétt að hann á auðvitað að vera það. Hann hefur hins vegar myndarlegan heimanmund frá Byggingarsjóði ríkisins sem fer þó að hluta til í að jafna út Byggingarsjóð verkamanna. En það er útreikningsdæmi hvað hann þarf til að standa undir sér í vöxtum og öðrum tekjum. Eins og ég sagði áðan þá þarf náttúrlega að skoða þá stöðu gaumgæfilega þegar ákvarðanir eru teknar um vexti í þessum sjóði. En það er skoðun mín að þeir 1% vextir sem eru rukkaðir í dag séu of lágir.