Búnaðarlög

Fimmtudaginn 04. júní 1998, kl. 12:54:38 (7445)

1998-06-04 12:54:38# 122. lþ. 144.26 fundur 368. mál: #A búnaðarlög# (heildarlög) frv. 70/1998, SJóh
[prenta uppsett í dálka] 144. fundur, 122. lþ.

[12:54]

Sigríður Jóhannesdóttir:

Hæstv. forseti. Ég skrifaði undir frv. til búnaðarlaga með fyrirvara, einkum vegna ákvæðis til bráðabirgða, vegna þess að í úrskurði umboðsmanns Alþingis frá 1995 kemur alveg skýrt fram að bændur eigi fullan og óskoraðan rétt til bóta samkvæmt jarðalögum sem þeir hafa framkvæmt og að öllu hafi verið farið eftir lögum.

Það liggur fyrir að þó að þetta ákvæði eða þessi brtt. sem hv. þm. Guðni Ágústsson, form. landbn., var að bera hér fram um að við bætist 35 millj. hvort ár, árið 2001 og 2002, sé vissulega til bóta og ég mun styðja hana, situr eftir að þrátt fyrir þessa brtt. er aðeins verið að koma til móts við helminginn af þeim jarðabótaframlögum sem bændur áttu fullan og óskoraðan rétt til. Ég mun því ekki geta greitt frv. atkvæði mitt og mun sitja hjá.