Dýralæknar og heilbrigðisþjónusta við dýr

Fimmtudaginn 04. júní 1998, kl. 13:04:32 (7450)

1998-06-04 13:04:32# 122. lþ. 144.27 fundur 436. mál: #A dýralæknar og heilbrigðisþjónusta við dýr# (heildarlög) frv. 66/1998, Frsm. GÁ
[prenta uppsett í dálka] 144. fundur, 122. lþ.

[13:04]

Frsm. landbn. (Guðni Ágústsson):

Hæstv. forseti. Farið var fram á það að landbn. kæmi saman á milli 2. og 3. umr. og hélt hún fund um þær athugasemdir sem höfðu komið fram og ég mæli hér fyrir brtt. við frv. til laga um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr frá meiri hluta landbn.

Við 11. gr.

a. 10. tölul. 1. mgr. orðist svo: Austurlandsumdæmi nyrðra: Egilsstaðir og nágrenni, Eskifjörður, Mjóifjörður, Neskaupstaður, Reyðarfjörður, Seyðisfjörður, Norður-Múlasýsla.

b. 11. tölul. 1. mgr. orðist svo: Austurlandsumdæmi syðra: Fáskrúðsfjarðarhreppur, Búðahreppur, Stöðvarhreppur, Breiðdalshreppur, Djúpavogshreppur.

c. Í stað orðanna ,,Vestfjarðaumdæmi og Þingeyjarumdæmi, en í hvort`` í 2. mgr. komi: Vestfjarðaumdæmi, Þingeyjarumdæmi og Austurlandsumdæmi nyrðra, en í hvert.

Þetta merkir að heimilt er að skipa tvo héraðsdýralækna í Austurlandsumdæmi nyrða eins og Vestfjarðaumdæmi og Þingeyjarumdæmi.

2. Við 13. gr. Greinin orðist svo:

Í því skyni að tryggja byggðum fjarri aðsetri dýralæknis reglubundna þjónustu og bráðaþjónustu skal landbúnaðarráðherra setja reglur um greiðslu hluta ferðakostnaðar dýralæknis í samráði við yfirdýralækni, Dýralæknafélag Íslands og Bændasamtök Íslands.

Þetta var gert í samræmi við þá gagnrýni sem hér kom fram að ekki væri nógu ljóst í frv. hvað ferðakostnað varðar þegar komið væri upp í mjög miklar vegalengdir en hér er sem sé lögð til sú breyting að þetta verði gert í samráði við Dýralæknafélag Íslands og Bændasamtök Íslands.

Fleira hef ég ekki að segja, hæstv. forseti, og hef lokið máli mínu.