Lögverndun á starfsheiti grunnskólakennara

Fimmtudaginn 04. júní 1998, kl. 13:55:26 (7457)

1998-06-04 13:55:26# 122. lþ. 144.2 fundur 445. mál: #A lögverndun á starfsheiti grunnskólakennara# (heildarlög) frv. 86/1998, SJóh (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 144. fundur, 122. lþ.

[13:55]

Sigríður Jóhannesdóttir:

Hæstv. forseti. Það er samkvæmt lögum að þetta frv. er núna endurskoðað og veldur vissulega vonbrigðum að þrátt fyrir TIMSS-skýrslur sem hafa gefið vísbendingu um að ástæða væri til að leita úrbóta og þrátt fyrir umræðu um árangur í íslenskum skólum sem hefur gengið mjög í sömu átt þá er engin tilraun gerð í þessu frv. til að reisa flaggið hærra hvað varðar menntunarkröfur til kennara heldur eru kröfur í vissum atriðum þar sem síst skyldi minnkaðar til þeirra sem eiga að gegna kennslustörfum. Við í minni hluta menntmn. greiðum þessu frv. atkvæði og flestum þeim brtt. sem fyrir liggja en flytjum sjálfar brtt. við 12. gr. og við 21. gr.