Lögverndun á starfsheiti grunnskólakennara

Fimmtudaginn 04. júní 1998, kl. 14:00:26 (7458)

1998-06-04 14:00:26# 122. lþ. 144.2 fundur 445. mál: #A lögverndun á starfsheiti grunnskólakennara# (heildarlög) frv. 86/1998, SvanJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 144. fundur, 122. lþ.

[14:00]

Svanfríður Jónasdóttir:

Herra forseti. Við 2. tölul. 1. mgr. 12. gr. þessa frv. er verið að gefa afslátt frá þeim kröfum sem gerðar eru til þeirra sem stunda kennslu í framhaldsskóla. Hér er ekki aðeins verið að gefa afslátt frá því að kennari við framhaldsskóla hafi 31 eininga nám í kennslufræði til viðbótar 90 eininga faggreinanámi sínu heldur er einnig verið að gefa stórkostlegan afslátt hvað varðar faglegar kröfur. Miðað við texta greinarinnar og þann skilning sem staðfestur var í umræðum um málið getur sá orðið fullgildur kennari í grein innan framhaldsskóla sem hefur einungis 30 eininga nám að baki í faggrein og 15 einingar í kennslufræði. Hér er því ekki aðeins verið að ganga gegn því sem allar stofnanir sem mennta kennara telja rétt eða kennarasamtökin. Hér er augljóslega verið að ganga gegn því sem er þó yfirlýst markmið þessarar lagasetningar að auka kröfur um fagmennsku í skólunum. Minni hlutinn leggur því til að 2. tölul. verði felldur út úr frv. og ég segi já.