Lögverndun á starfsheiti grunnskólakennara

Fimmtudaginn 04. júní 1998, kl. 14:02:15 (7459)

1998-06-04 14:02:15# 122. lþ. 144.2 fundur 445. mál: #A lögverndun á starfsheiti grunnskólakennara# (heildarlög) frv. 86/1998, SJóh (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 144. fundur, 122. lþ.

[14:02]

Sigríður Jóhannesdóttir:

Hæstv. forseti. Þarna er verið að leggja drög að því að þeir sem hafa lokið prófi í tæknifræði eða meistaranámi í iðngrein þurfi ekki að ljúka nema 15 einingum í námi til kennslufræði og kennsluréttinda til að öðlast full réttindi til kennslu. Þetta er afturför frá því sem nú er og engin ástæða til að ætla að jafnvel þó menn hafi verið iðnmeistarar og með lærlinga sem slíkir gefi það þeim neina yfirburði yfir aðra til að skipuleggja bóklegt nám í kennslustofu og þaðan af síður til að skipuleggja námsmat. Við mótmælum þessu harðlega og höfum þess vegna lagt til þessa brtt.