Íþróttalög

Fimmtudaginn 04. júní 1998, kl. 14:11:52 (7463)

1998-06-04 14:11:52# 122. lþ. 144.3 fundur 447. mál: #A íþróttalög# (heildarlög) frv. 64/1998, GGuðbj (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 144. fundur, 122. lþ.

[14:11]

Guðný Guðbjörnsdóttir (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Í tengslum við þetta frv. átti sér stað mjög góð umræða í menntmn. um þrjár skýrslur er snerta stöðu kynjanna innan íþróttahreyfingarinnar eins og fram kemur í nefndarálitinu og voru allir sammála um að átaks væri þörf í þeim efnum. Hér gafst því stórkostlegt tækifæri til að koma jafnréttissjónarmiðum að í þessu annars ágæta frv. en það tækifæri var því miður ekki notað. Við fulltrúar stjórnarandstöðunnar í menntmn. erum því með brtt. við 3. og 8. gr. frv. sem miða að því að gera jafnréttisstarf í íþróttahreyfingunni öflugra og við skorum á þingheim að samþykkja þær.