Almannatryggingar

Fimmtudaginn 04. júní 1998, kl. 14:21:10 (7465)

1998-06-04 14:21:10# 122. lþ. 144.5 fundur 348. mál: #A almannatryggingar# (lögheimilisskilyrði, slysatrygging sjómanna o.fl.) frv. 59/1998, ÖJ (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 144. fundur, 122. lþ.

[14:21]

Ögmundur Jónasson (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Þetta frv. er almennt til bóta en ég vil vekja athygli á því að skattleysismörk vaxtagróða hjá hjónum eru 5,9 millj. kr. Hjón mega hafa 5,9 millj. kr. í árstekjur af vöxtum án þess að greiða eina einustu krónu í skatt. Gangi öryrki í hjónaband fer hann úr 63 þús. kr. á mánuði niður í 43 þús. og fari tekjur maka hans yfir 165 þús. kr. á mánuði þá hrapar öryrkinn niður í 15 þús. kr. á mánuði. Þetta stríðir gegn sanngirni, þetta stríðir gegn skynsemi og þetta er mannréttindabrot.

Hér hefur komið fram að tillaga þess efnis að leiðrétta þetta hefur verið dregin til baka. Ég vona að þar með sé verið að stíga skref sem tryggi að þetta verði lagað þegar í stað þegar þingið kemur saman í haust.