Áfengislög

Fimmtudaginn 04. júní 1998, kl. 14:43:38 (7471)

1998-06-04 14:43:38# 122. lþ. 144.6 fundur 478. mál: #A áfengislög# (heildarlög) frv. 75/1998, HG (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 144. fundur, 122. lþ.

[14:43]

Hjörleifur Guttormsson (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Öðru hvoru er forseti að minna á að þegar menn gera grein fyrir atkvæði þá eru menn að taka þátt í atkvæðagreiðslu en ekki að taka þátt í umræðu. Ég hef minnt á þetta nokkrum sinnum og ég tek eftir því að forsetar eru að reyna að halda utan um þetta sjálfsagða ákvæði. En hér gerist það nú síðast að formaður þingflokks Framsfl. bregst við greinargerð frá einum hv. þm. eða skýringu við atkvæði og er að svara því í atkvæðagreiðslu. Mér finnst að það verði að grípa til einhverra róttækra ráða til að þetta ákvæði þingskapanna haldi og það sitji síst á forustumönnum í þingflokkum að ganga gegn þingsköpum að þessu leyti.