Áfengis- og vímuvarnaráð

Fimmtudaginn 04. júní 1998, kl. 22:37:17 (7524)

1998-06-04 22:37:17# 122. lþ. 145.20 fundur 479. mál: #A áfengis- og vímuvarnaráð# frv. 76/1998, heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 145. fundur, 122. lþ.

[22:37]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Varðandi meðferðarúrræðin höfum við auðvitað fylgst með því sem aðrar þjóðir eru að gera og reynt að læra af þeim. Erlendir aðilar hafa líka komið hingað og lært af okkur. Hv. þm. sagði áðan að hún teldi að þau úrræði sem SÁÁ væri með væru ekki fyrir ungt fólk, ekki það allra yngsta. SÁÁ, Barnaverndarstofa og geðdeild Landspítalans eru að vinna sameiginlega að því að finna þau bestu úrræði sem hægt er að hafa miðað við þá fagþekkingu sem við höfum.

Hverjir eru sölumennirnir og hvaðan koma þeir? Ef við hefðum það í hendi þá værum við búin að leysa stóra gátu.