1998-06-04 23:52:00# 122. lþ. 145.22 fundur 707. mál: #A mótmæli við aukinni losun geislavirkra efna frá breskum kjarnorkuendurvinnslustöðvum# þál. 33/122, Frsm. ÓÖH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 145. fundur, 122. lþ.

[23:52]

Frsm. (Ólafur Örn Haraldsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hér hafa fallið mörg alvöruþrungin orð og það er ekki að nauðsynjalausu né ástæðulausu. Ég tel að umræðan og sú alvara sem henni hefur fylgt kalli á einhver sterk viðbrögð nú þegar frá hæstv. ráðherrum okkar. Ég vil þess vegna beina þeirri tillögu minni til hæstv. utanrrh. að hann kanni hvort þau viðbrögð væru eðlileg í framhaldi af umræðum okkar þingmanna að hann kalli á breska sendiherrann á Íslandi og geri honum grein fyrir þeirri umræðu sem hefur orðið á hinu háa Alþingi, þeirri tillögu sem verður væntanlega samþykkt. Það verði hið fyrsta alvarlega skref sem stigið verði. Það sýnir strax að við ætlum ekki að sitja við orðin tóm. Síðan ígrundi menn hvað megi duga því að eins og fram hefur komið í máli manna hafa þau meðul ekki skilað árangri sem við höfum reynt fram að þessu.

(Forseti (StB): Hv. 14. þm. Reykv. svarar og tekur við skilaboðum.)