Skipun rannsóknarnefndar um málefni Landsbanka Íslands hf.

Föstudaginn 05. júní 1998, kl. 12:00:57 (7587)

1998-06-05 12:00:57# 122. lþ. 146.7 fundur 723. mál: #A skipun rannsóknarnefndar um málefni Landsbanka Íslands hf.# þál., SvG (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 146. fundur, 122. lþ.

[12:00]

Svavar Gestsson (um fundarstjórn):

Ég óska eftir því, herra forseti, að gefið verði hlé í fimm mínútur eða svo á meðan þingmenn fá að vita að fram fari atkvæðagreiðsla um þessa tillögu. Ég hygg að mjög margir hafi gert ráð fyrir því að hún yrði meðhöndluð svo sem vant er, þ.e. að hún kæmi til atkvæða á næsta fundi. Ef það er hins vegar orðið fullskipað þá þarf ekki að gefa þennan frest mín vegna en ég teldi rétt að ganga úr skugga um það áður en atkvæðagreiðslan fer fram.

(Forseti (GÁ): Forseti getur upplýst að það eru yfir 50 þingmenn í húsi. Er það ósk hv. þm. að gert verði hlé?)

Ég legg það í vald forseta hvað hann telur sanngjarnt í þessu máli.

(Forseti (GÁ): Ég heyri að hv. þm. vill hlé. Forseti vill af sanngirni gefa fimm mínútna hlé. Atkvæðagreiðslan hefst kl. 12.10.)