Skipun rannsóknarnefndar um málefni Landsbanka Íslands hf.

Föstudaginn 05. júní 1998, kl. 12:16:00 (7589)

1998-06-05 12:16:00# 122. lþ. 146.7 fundur 723. mál: #A skipun rannsóknarnefndar um málefni Landsbanka Íslands hf.# þál., GÁS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 146. fundur, 122. lþ.

[12:16]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Virðulegi forseti. Ég hefði talið hæstv. viðskrh. meiri mann ef hann hefði gert allt í sínu valdi til að greiða götu þeirrar tillögu sem hér er lagt til að vísað verði frá. Það eru uppi alvarlegar sakir um yfirhylmingu og fleira í þessu máli. Það er ekki gott að bæta gráu ofan á svart með því að reyna að loka málið niðri í skúffum. Ég hef enga dóma kveðið upp í þessari umræðu. Ég hefði talið eðlilegast fyrir hæstv. ríkisstjórn og hæstv. viðskrh. að beita sér fyrir því að öll kurl kæmust til grafar. Hér er reynt að fara þveröfuga leið. Ég lýsi vonbrigðum mínum með það og segi auðvitað nei.