Skipun rannsóknarnefndar um málefni Landsbanka Íslands hf.

Föstudaginn 05. júní 1998, kl. 12:25:40 (7600)

1998-06-05 12:25:40# 122. lþ. 146.7 fundur 723. mál: #A skipun rannsóknarnefndar um málefni Landsbanka Íslands hf.# þál., RG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 146. fundur, 122. lþ.

[12:25]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Herra forseti. Það hvernig stjórnarmeirihlutinn beitir valdi sínu á Alþingi er alvarlegt mál. Nú á að vísa því frá að Alþingi fjalli um málefni Landsbanka Íslands og samskipti framkvæmdarvalds og Alþingis samkvæmt 39. gr. stjórnarskrárinnar. Það eru útúrsnúningar að það sé hið sama og sú opinbera rannsókn sem fram fer á næstunni í málum viðskrh.

Alþingi hefur beðið álitshnekki í samskiptum við viðskrh. og ber ekki gæfu til að bregðast við. Útúrsnúningar forsrh. og bræði utanrrh. vekja athygli allra sem á hlýða. Boðskapur þeirra er að stjórnarandstaðan sé vond og fjölmiðlar enn verri. Auðvitað. Þjóðin er nefnilega mjög vel læs og staða viðskrh. er öllum ljós.

Þessu máli er ekki lokið, herra forseti. Það mun koma aftur til kasta Alþingis. Ég segi nei.