Skipun rannsóknarnefndar um málefni Landsbanka Íslands hf.

Föstudaginn 05. júní 1998, kl. 12:29:33 (7603)

1998-06-05 12:29:33# 122. lþ. 146.7 fundur 723. mál: #A skipun rannsóknarnefndar um málefni Landsbanka Íslands hf.# þál., SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 146. fundur, 122. lþ.

[12:29]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Það voru umræður og fyrirspurnir á Alþingi sem komu þessu máli af stað. Væri ekki fyrir rétt Alþingis til þess að krefja upplýsinga, þá hefði valdakerfinu í landinu væntanlega tekist að leyna þessu máli.

Alls staðar á þjóðþingum í kringum okkur og í stjórnmálum í kringum okkur er það alsiða, frekar reglan en undantekningin, að vandasöm og stór mál af þessu tagi séu sett í hendur á sérstökum rannsóknarnefndum, ýmist þingkjörnum rannsóknarnefndum eða nefndum sem skipaðar eru óháðum, valinkunnum og óumdeildum sérfræðingum í slíkum vandasömum verkum.

Hér á að koma í veg fyrir að Alþingi geti fylgt þessu máli eftir. Hæstv. forsrh. hefur haft í hótunum um að takmarka málfrelsi stjórnarandstöðunnar. Þá, herra forseti, er ekkert eftir annað en taka af Alþingi réttinn til þess að leggja fram fyrirspurnir. Er það kannski í vændum hér? Er verið að leggja drög að því með framkomu meiri hlutans hér á Alþingi? Ég segi nei við þessari gerræðislegu og óskynsamlegu frávísunartillögu sem er verst fyrir hæstv. viðskrh. sjálfan.