Eftirlit með fjármálastarfsemi

Föstudaginn 05. júní 1998, kl. 14:28:48 (7616)

1998-06-05 14:28:48# 122. lþ. 146.9 fundur 560. mál: #A eftirlit með fjármálastarfsemi# frv. 87/1998, viðskrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 146. fundur, 122. lþ.

[14:28]

Viðskiptaráðherra (Finnur Ingólfsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla ekki við þessa umræðu að togast á um það við hv. þm. Svavar Gestsson hvernig valdi og ábyrgð er deilt í lögunum um viðskiptabanka og sparisjóði. Annars vegar liggur fyrir í þinginu, sem lagt var fram í morgun, lögfræðilegt álit um það deilumál og ég treysti þeim lögmönnum mun betur en hv. þm. Svavari Gestssyni til að leggja mat á þá hluti fyrir utan að það liggur líka fyrir mat bankaeftirlits Seðlabankans að því hvernig þessari ábyrgð er skipt. Það sem hv. þm. sagði um þá ábyrgðarskiptingu milli viðskrh. annars vegar og bankaráðsins hins vegar er einfaldlega rangt og er röng skýring.