Umræða um tilraunaveiðar á ref og mink

Föstudaginn 05. júní 1998, kl. 15:30:03 (7633)

1998-06-05 15:30:03# 122. lþ. 146.97 fundur 467#B umræða um tilraunaveiðar á ref og mink# (um fundarstjórn), KHG
[prenta uppsett í dálka] 146. fundur, 122. lþ.

[15:30]

Kristinn H. Gunnarsson:

Herra forseti. Ég vil vekja athygli forseta á því að umræða hófst korter yfir fjögur í gærdag og var frestað kl. hálffimm og var ekki tekinn upp þráðurinn að nýju fyrr en undir miðnætti í gærkvöld. Af einhverjum ástæðum brast forseta mjög þrek við að halda fram þingfundi eftir að hafin var umræða um þetta mál seint í gærkvöld og lauk fundi án þess að umræðu lyki. Síðan setur hann þetta mál aftast á dagskrá þessa fundar.

Ég spyr hæstv. forseta enn um ástæður fyrir þessu háttarlagi og spyr hvort það tengist einhverjum ætluðum áformum fáeinna þingmanna um að koma í veg fyrir framgang málsins með hótunum um málþóf. Er það rétt, herra forseti, að þær hótanir hafi verið bornar fram við forseta og séu ástæða þess að hann hyggist ekki halda áfram umræðunni? Ef svo er, þá er vissulega illt í efni ef fáeinir þingmenn geta komið í veg fyrir að meiri hluti þings hafi sitt fram.

(Forseti (GÁS): Forseti áréttar það sem hann sagði áðan um þessi mál.)