Dagskrá fundarins

Föstudaginn 05. júní 1998, kl. 16:32:46 (7638)

1998-06-05 16:32:46# 122. lþ. 147.92 fundur 464#B dagskrá fundarins# (aths. um störf þingsins), Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 147. fundur, 122. lþ.

[16:32]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Ástæðan fyrir því að það mál er ekki á dagskrá er að það var mat forseta að um það mál yrðu langar umræður og þess vegna tók forseti þessa ákvörðun. Það er að vísu svo að á mælendaskrá eru aðeins þrír þingmenn en forseta er kunnugt um eftir að hafa kannað málið við ýmsa aðila, þar á meðal haldið fund með formönnum þingflokka, að fleiri mundu bætast á mælendaskrá og umræður yrðu langar. Þess vegna var það ákvörðun forseta að taka málið ekki á dagskrá.