Dagskrá fundarins

Föstudaginn 05. júní 1998, kl. 16:36:03 (7641)

1998-06-05 16:36:03# 122. lþ. 147.92 fundur 464#B dagskrá fundarins# (aths. um störf þingsins), VE
[prenta uppsett í dálka] 147. fundur, 122. lþ.

[16:36]

Vilhjálmur Egilsson:

Hæstv. forseti. Ég lýsi vonbrigðum mínum með að nokkrir hv. þm. vilja ekki leyfa málinu að koma eðlilega til umræðu og atkvæðagreiðslu. Mér hefur sýnst á þeim gögnum sem hafa verið lögð fyrir okkur þingmenn að í mörgum þeirra komi fram alveg ótrúlegt skilningsleysi á högum, lífi og starfi íbúa við hið nyrsta haf og þeim vandamálum sem þetta fólk á við að glíma. Þess vegna verð ég að lýsa miklum vonbrigðum yfir því að fá ekki að greiða atkvæði með tillögunni og að hún skuli vera tekin af dagskrá þrátt fyrir að hafa fengið þinglega meðferð og verið afgreidd úr nefnd. Ég lýsi enn og aftur miklum vonbrigðum með það að tillagan skyldi ekki fá afgreiðslu hér.