Kosning forseta skv. 1. mgr. 3. gr. þingskapa

Miðvikudaginn 01. október 1997, kl. 14:22:30 (5)

1997-10-01 14:22:30# 122. lþ. 0.4 fundur 4#B kosning forseta skv. 1. mgr. 3. gr. þingskapa#, Aldursforseti RA
[prenta uppsett í dálka] 0. fundur

[14:22]

Aldursforseti (Ragnar Arnalds):

Nú fer fram kosning forseta Alþingis. Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. þingskapa eru þeir einir í kjöri sem tilnefndir eru. Ég óska eftir tilnefningu.

Forseta hefur borist tilnefning um 1. þm. Reykn., Ólaf G. Einarsson. Aðrar tilnefningar hafa ekki borist. Ólafur G. Einarsson er því einn í kjöri.

Þar sem aðeins einn er í kjöri er það ætlun forseta að láta kosninguna fara fram með atkvæðagreiðslukerfinu. Kerfið er þannig stillt að jafna má við leynilega atkvæðagreiðslu. Töflurnar á veggjum munu aðeins sýna hverjir hafa neytt atkvæðisréttar síns en ekki hvernig þeir greiddu atkvæði og sama gildir um minni tölvunnar. Þeir sem kjósa Ólaf G. Einarsson ýti á já-hnappinn en þeir sem skila vilja auðu ýti á hnappinn sem merktur er: Greiðir ekki atkvæði. Gult ljós kviknar við miðhnappinn þegar atkvæði hefur verið greitt, sama á hvorn hnappinn er ýtt, og eins kviknar aðeins gult ljós á veggtöflunni.

Þessi tilhögun er sú sama og viðhöfð var sl. haust eins og hv. alþingismenn þekkja en hún var á ný borin undir formenn þingflokka og voru ekki gerðar athugasemdir við að hafa þennan háttinn á. Hefst þá atkvæðagreiðslan.