Íslenskt táknmál sem móðurmál heyrnarlausra

Mánudaginn 06. október 1997, kl. 16:13:07 (69)

1997-10-06 16:13:07# 122. lþ. 3.6 fundur 14. mál: #A íslenskt táknmál sem móðurmál heyrnarlausra# þál., SAÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 3. fundur

[16:13]

Sigríður A. Þórðardóttir (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Svavar Gestsson hefur greinilega ekki hlustað nógu vel áðan því að ég nefndi það sérstaklega að þessi starfshópur væri á vegum forsrn. og hann hefur miklu víðtækara hlutverk heldur en eingöngu að fjalla um málefni heyrnarlausra því að um verkaskiptingu ráðuneytanna í þágu fatlaðra er að ræða.

Einnig kom þetta fram í máli hv. þm. Rannveigar Guðmundsdóttur hér áðan. Hins vegar var málefnum heyrnarlausra vísað alveg sérstaklega til okkar, þessa starfshóps, eftir að áskorunin kom frá Félagi heyrnarlausra. Ég mun hins vegar leiða hjá mér að bregðast við þessum umræðum um formennsku í starfshópnum. En við munum leggja okkur öll fram að ná góðri frambúðarlausn eða góðum tillögum um frambúðarlausn í þessum málum.