Fjárlög 1998

Þriðjudaginn 07. október 1997, kl. 17:37:41 (110)

1997-10-07 17:37:41# 122. lþ. 4.4 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv., SighB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur

[17:37]

Sighvatur Björgvinsson (andsvar):

Herra forseti. Ég er að sjálfsögðu mjög ánægður með þessa yfirlýsingu varaformanns fjárln. Hann er mér sammála um að svona ákvarðanir séu ekki æskilegar eða eðlilegar. Ég vek athygli á því að þarna eru oddvitar stjórnarflokkanna að taka ákvarðanir um aukafjárveitingar upp á tugi milljóna kr. í gæluverkefni annars vegar og í bætta húsnæðisaðstöðu fyrir eigin skrifstofu hins vegar.