Fjárlög 1998

Miðvikudaginn 08. október 1997, kl. 15:26:39 (161)

1997-10-08 15:26:39# 122. lþ. 5.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv., GuðjG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur

[15:26]

Guðjón Guðmundsson (andsvar):

Herra forseti. Þessar 1.000 millj. sem hæstv. fjmrh. nefndi eru jú skráð hlutafé í fyrirtækinu. Það er tala sem búin var til þegar fyrirtækið var gert að hlutafélagi og lágu engin vísindi bak við þá tölu. Ég nefndi í máli mínu áðan að nú hefur verðmæti fyrirtækisins verið metið og það er 788 millj. mínus 324 millj. sem eru lífeyrisskuldbindingar, eða með öðrum orðum 462 millj. kr. nettó. 25% af því eru 115 millj., af því fer eitthvað í kostnað, og þá er nú orðið ansi lítið eftir þegar tillit er tekið til þess að þetta mun væntanlega leiða til verðhækkunar á sementi.

Ég ætla svo ekki að fara út í frekari útlistanir um trúarbrögð eða ekki trúarbrögð. Mér fannst satt að segja þessi útskýring míns ágæta hæstv. fjmrh. dálítið langsótt.