Fjárlög 1998

Miðvikudaginn 08. október 1997, kl. 20:54:00 (228)

1997-10-08 20:54:00# 122. lþ. 5.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv., JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur

[20:54]

Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég spyr hæstv. ráðherra: Er gert ráð fyrir fjármagni til að tryggja rétt feðra til fæðingarorlofs á almennum markaði á næsta ári? Er það tryggt í fjárlögum? Ég spyr um það. Já eða nei.

Ráðherra getur nýtt 2,6 milljarða ef hún fengi það inn í heilbrigðiskerfið. Auðvitað getur ráðherrann nýtt það. Það var ekki verið að spyrja um það. Það var verið að spyrja hvort ráðherrann væri sammála því að 2,6 milljarða vantaði til að reka sjúkrahúsin á næsta ári án þess að draga úr þjónustu. Það er spurt nákvæmlega um það. Hæstv. ráðherra segir: engin ný gjaldtaka en á að auka þá gjaldtöku sem fyrir er? Ég spyr t.d. um í tannlækningum. Þar er boðaður 70 millj. kr. sparnaður. Ég held að nauðsynlegt sé að hæstv. ráðherra svari skýrt því sem um er spurt en sé ekki með útúrsnúning.