Fjárlög 1998

Miðvikudaginn 08. október 1997, kl. 20:57:42 (231)

1997-10-08 20:57:42# 122. lþ. 5.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur

[20:57]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er erfitt að gera hv. formanni heilbr.- og trn. til geðs. (ÖS: Ekki útúrsnúninga.) Þó ég leggi mig alla fram segir hv. formaður heilbr.- og trn. enga útúrsnúninga. Ég hef ekki snúið út úr einu einasta orði, hvorki frá hv. þm. sem talaði síðast eða öðrum. Ég er í samviskusemi að svara þeim spurningum sem hafa verið lagðar fyrir mig. Það er ekki hægt að una því að í hvert skipti sem er bent á einhvern jákvæðan hlut í heilbrigðisþjónustunni verði stjórnarandstaðan alveg topp ... ég ætla ekki að segja meir.

Hv. þm. spurði einnar spurningar um Sjúkrahús Reykjavíkur og ég svaraði því í dag. Ég svaraði þeirri spurningu í dag. Við lögðum 500 millj. kr. fyrir fáeinum dögum til sjúkrahúsanna á Reykjavíkursvæðinu. Borgarstjórinn í Reykjavík skrifaði undir samkomulag um hvernig við mundum ná skipulagsbreytingum. Fjárlög þessa árs eru alveg í takt við það.