Fjárlög 1998

Miðvikudaginn 08. október 1997, kl. 21:49:18 (247)

1997-10-08 21:49:18# 122. lþ. 5.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv., JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur

[21:49]

Jón Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég hélt að hv. þm. Guðrún Helgadóttir hefði það mikla starfsreynslu í fjárln. að hún þyrfti ekki að hrökkva við þó að talað væri um 90 millj. í húsasviðgerðir. Í Reykjavík hafa verið gerð upp myndarleg hús á vegum ríkisins sem hafa kostað um 70 millj. ef ég man rétt. Ég veit ekki hvað það er framreiknað núna. Það hús er ráðherrabústaðurinn vestur í Tjarnargötu þannig að það er einfaldlega svo að ef á að gera við þessi hús svo að það hrynji ekki ofan í höfuðið á þeim sem þar eiga að vera inni, hvort sem það eru væntanlegir sendiherrar eða aðrir, þá getur þetta farið upp í þessar upphæðir. Ég vildi aðeins upplýsa þetta.