Svör ráðherra í utandagskrárumræðu

Fimmtudaginn 09. október 1997, kl. 10:59:51 (268)

1997-10-09 10:59:51# 122. lþ. 6.95 fundur 39#B svör ráðherra í utandagskrárumræðu# (um fundarstjórn), SvG
[prenta uppsett í dálka] 6. fundur

[10:59]

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Tilefni þessarar athugsemdar minnar eru lokaorð hæstv. menntmrh. Hann notaði þau til persónulegra árása á þingmenn, sérstaklega hv. þm. Ágúst Einarsson og fleiri. Það er mjög ósmekklegt að ljúka umræðu með þessum hætti. Það bendir til þess að það gæti verið skynsamlegt að breyta reglum um utandagskrárumræður þannig að ráðherra ljúki þeim ekki endilega heldur málshefjandi. En mér fannst þessi ræða hæstv. menntmrh. dæmi um ósmekklega lokaræðu ráðherra og ég vil láta það koma hér fram, herra forseti, að það hvetur mig til þess að segja að það eigi að íhuga það hvort ekki verði að breyta þessu fyrirkomulagi, að ráðherrar hafi endilega síðasta orðið þegar menn misnota þann trúnað eins og hæstv. menntmrh. gerði hér áðan.