Svör ráðherra í utandagskrárumræðu

Fimmtudaginn 09. október 1997, kl. 11:33:01 (282)

1997-10-09 11:33:01# 122. lþ. 6.96 fundur 38#B svör ráðherra í utandagskrárumræðu# (um fundarstjórn), GHelg
[prenta uppsett í dálka] 6. fundur

[11:33]

Guðrún Helgadóttir:

Hæstv. forseti. Það verður að játast að í raun hef ég ekkert við fundarstjórn forseta að athuga en vil taka undir síðustu orð hæstv. ráðherra að sá tími sem honum er gefinn er auðvitað allt of þröngur. Ég fer hins vegar fram á, hæstv. forseti, að hæstv. viðskrh. gefi þinginu upplýsingar á einhvern hátt, hvort sem það gæti heitið skýrsla eða smábréf, um þau atriði sem ég spurði áðan um varðandi einkavæðingu bankanna, hvernig réttindi starfsmanna eru tryggð. Varðandi rétt til biðlauna eða öllu heldur hvort það sé stjórnsýslulega rétt að láta fólk afsala sér slíkum rétti og síðan hvernig lífeyrisréttindi þessa fólks eru tryggð. Mér hefur komið á óvart hve lítil umræða hefur orðið um þetta og ég vísa enn og aftur, hæstv. forseti, á hæstaréttardóm sem féll varðandi starfsfólk Síldarverksmiðja ríkisins. Ég get ekki séð hver er munurinn á aðstöðu þessara stétta.