Veiðileyfagjald

Fimmtudaginn 09. október 1997, kl. 14:24:12 (314)

1997-10-09 14:24:12# 122. lþ. 6.2 fundur 5. mál: #A veiðileyfagjald# þál., EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 6. fundur

[14:24]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég fagna því ef menn eru farnir að vera einhuga um að fiskveiðiarður skiptir máli. Án hans eru öll rifrildi óþörf. Ef við hefðum ekki fiskveiðar þyrftum við ekki að standa hér. Ef við getum aukið hann og kannski er okkur að takast það með veiðum á uppsjávarfiskinum og þess vegna er það sem ég legg þetta til að við skulum gera þá tilraun. Ég tók líka fram að ég væri ekki viss. En mér finnst miklu raunhæfara að gera það en vera að karpa um þetta.

Ég er hins vegar handviss um það að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi í bolfiskveiðum hefur ekki fært okkur nokkurn arð og það er fullkomið ábyrgðarleysi við slíka stöðu að flytja tillögu um það að íþyngja þeirri atvinnugrein sem stendur mestmegnis undir útflutningstekjum okkar, stendur undir tilveru byggðanna hringinn í kringum landið með stórkostlegum sköttum.