Veiðileyfagjald

Fimmtudaginn 09. október 1997, kl. 14:25:26 (315)

1997-10-09 14:25:26# 122. lþ. 6.2 fundur 5. mál: #A veiðileyfagjald# þál., JBH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 6. fundur

[14:25]

Jón Baldvin Hannibalsson (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. sagði: Ég er ekki viss, ég er ekki viss. Menn hafa haft það fyrir satt að það væri bara tvennt sem væri alveg víst. Það væri skatturinn og dauðinn. Ég slæ því föstu að dauðinn sé algerlega óumflýjanlegur, hann sé vís, en þetta með skattinn, það er ekki víst. Það er nefnilega kjarni málsins í umræðunum um einokunargróðann, því það er hann. Það er grundvallarhugtak í öllum umræðum um þetta að því miður er það svo að hann er fengur sem er afhentur í pólitísku skömmtunarkerfi hjá okkur núna. Ég hélt að hv. þm. væri svarinn andstæðingur slíks kerfis og skildi að einokunargróða ber að meðhöndla aldeilis sérstaklega. Einfaldasta og hagkvæmasta aðferðin við hann er gjald fyrir einokunaraðstöðu gagnvart auðlind.