Veiðileyfagjald

Fimmtudaginn 09. október 1997, kl. 14:49:48 (326)

1997-10-09 14:49:48# 122. lþ. 6.2 fundur 5. mál: #A veiðileyfagjald# þál., KHG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 6. fundur

[14:49]

Kristinn H. Gunnarsson (andsvar):

Herra forseti. Svar fékkst ekki við því hvort Kvennalistinn vildi notast við aflamarkskerfi við stjórn fiskveiða. Ég ítreka því þá spurningu og spyr jafnframt hvort Kvennalistinn hyggist nota það kerfi við stjórn fiskveiða þegar búið er að skipta miðunum upp í grunnslóðarmið og djúpsjávarmið. Annars verð ég að draga svar hennar þannig saman að það sé í raun stefna Kvennalistans að styðja óbreytt aflamarkskerfi með þeirri viðbót að leggja á veiðileyfagjald. Það orðaði ræðumaður sem ásættanlega niðurstöðu sem Kvennalistinn styddi og ég skildi ræðu hennar þannig að það væri það sem Kvennalistinn væri að berjast fyrir, ekki einhverju öðru sem ekki kom fram í ræðunni.