Veiðileyfagjald

Fimmtudaginn 09. október 1997, kl. 15:05:43 (331)

1997-10-09 15:05:43# 122. lþ. 6.2 fundur 5. mál: #A veiðileyfagjald# þál., EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 6. fundur

[15:05]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég verð að viðurkenna að ég skildi ekki alveg þetta svar við andsvari. Ég skildi þó þáltill. þannig að verið væri að flytja tillögu um veiðileyfagjald og ég hef alltaf skilið veiðileyfagjald þannig að það væri gjald sem kæmi til og væri hugsað ef um arð væri að ræða í viðkomandi grein. Þannig væri stjórnun fiskveiðanna hugsuð í hagfræðinni að hún væri til þess að búa til umframfiskveiðiarð og hann ætti síðan að skattleggja. Þannig hef ég skilið þetta og þannig skildi ég þáltill. En ég fer nú að efast um, herra forseti, að sumir flutningsmenn hafi skilið þetta svona miðað við síðustu ræðu sem ég hlustaði á. Hvernig í veröldinni ætla menn að finna það út að í atvinnugrein þar sem stjórnunin hefur ekki náð neinni aukinni arðsemi geti veiðileyfagjald komið henni til góða? Ég bara biðst afsökunar, herra forseti, þetta er mér óskiljanlegt.