Veiðileyfagjald

Fimmtudaginn 09. október 1997, kl. 15:54:39 (350)

1997-10-09 15:54:39# 122. lþ. 6.2 fundur 5. mál: #A veiðileyfagjald# þál., KHG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 6. fundur

[15:54]

Kristinn H. Gunnarsson (andsvar):

Herra forseti. Þetta voru mjög merkilegar yfirlýsingar sem hér komu fram. (Gripið fram í: Söguleg stund.) Söguleg stund. Fyrst er sagt: Veiðiheimildirnar eru á höndum of fárra. Þá er spurt: Hvað þarf að dreifa þeim mikið? Þá segir ræðumaður: Það er ekkert aðalatriði að þeim sé dreift á fleiri hendur. Það þurfa bara að vera einhverjir útlendingar. Þá er þetta kannski allt í lagi ef við leyfum útlendingum að eiga hlut í þessum. (Gripið fram í: Einum.) Jafnvel einum, jafnvel einum. Þá er allt í lagi með þetta fólk úti á landi. Það getur bara fengið sér eitthvað annað að gera. Hvers konar málflutningur er þetta, herra forseti?

Hv. þm. Guðný Guðbjörnsdóttir verður að svara heiðarlega þeim spurningum sem fyrir hana eru lagðar, að öðrum kosti að draga til baka forsendur sínar fyrir gagnrýni eða stuðning við veiðileyfagjald. Vill hún kannski taka upp vitlausu tillöguna frá hv. þm. Jóni Baldvini Hannibalssyni sem segir í þáltill. að ein af þremur tillögum sem honum finnist koma til greina að ráðstafa sameign þjóðarinnar sé að gera hana að séreign hvers einstaks manns með því að dreifa til hvers og eins einstaklings eignarhlutdeild? Svo eiga menn að versla af miklum móð. 260 þúsund Íslendingar eiga að hefja verslun með fiskveiðiheimildir að ráði hv. þm. Jóns Baldvins Hannibalssonar. Það heitir sameign þjóðarinnar eða hvað, hv. þm.?