Fyrirhuguð ferð utanríkisráðherra til Indónesíu og annarra Asíulanda

Mánudaginn 13. október 1997, kl. 15:08:31 (370)

1997-10-13 15:08:31# 122. lþ. 7.1 fundur 41#B fyrirhuguð ferð utanríkisráðherra til Indónesíu og annarra Asíulanda# (óundirbúin fsp.), SJS
[prenta uppsett í dálka] 7. fundur

[15:08]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Hér verður auðvitað að gera greinarmun á því annars vegar að eiga skoðanaskipti við menn, að mótmæla ástandi og nota tækifæri sem gefast hvort sem þau gefast með heimsóknum eða á alþjóðavettvangi þar sem oft er hægt að fá færi á að bera slíkt fram við fulltrúa ríkja og hinu að fara í opinbera stórheimsókn af þessu tagi með hálfa eða heila flugvélafarmana af mönnum til að koma á viðskiptum og tengslum, góðviljaheimsóknir. Hér er um ólíka hluti að ræða. Það verður líka að hafa í huga að Indónesía skipar hér umtalsverða sérstöðu. Það eru ekki, sem betur fer í síðari áratuga sögunni dæmi um jafnhroðalega hluti og þar hafa gerst. Heimsbyggðin hefur verið að vakna til vitundar um þetta nú síðastliðin ár. Það er í fjölmörgum ríkjum verið að breyta um afstöðu til þess að eiga svona samskipti við Indónesíu. Ætlar Ísland þá, þegar búið er að veita andstæðingum þjóðarmorðanna á Austur-Tímor friðarverðlaun Nóbels, undir forustu Framsfl. og hæstv. utanrrh., að fara að sleikja upp þetta ríki?