Fæðingarorlof feðra

Miðvikudaginn 15. október 1997, kl. 13:48:12 (503)

1997-10-15 13:48:12# 122. lþ. 9.2 fundur 75. mál: #A fæðingarorlof feðra# fsp. (til munnl.) frá fjmrh., GGuðbj
[prenta uppsett í dálka] 9. fundur

[13:48]

Guðný Guðbjörnsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég vil þakka fyrirspyrjanda fyrir fyrirspurn hennar og fagna svari fjmrh. að þessi tveggja vikna réttur feðra til fæðingarorlofs eigi að ná til allra feðra sem starfa hjá ríkinu.

Þetta er auðvitað mjög mikilvægur áfangi í jafnréttisbaráttunni en það er enn þá mjög langt í land miðað við það sem tíðkast t.d. á Norðurlöndum þar sem feður geta fengið í þrjá mánuði í fæðingarorlof. Að því hljótum við að stefna. Við kvennalistakonur ásamt fleirum erum um það bil að dreifa hér frv. þar sem gert er ráð fyrir mun víðtækari rétti, sjálfstæðum rétti feðra til fæðingarorlofs umfram þessar tvær vikur sem eru auðvitað bara fyrsta skrefið.