Tekjuskattur og eignarskattur

Miðvikudaginn 15. október 1997, kl. 15:30:54 (526)

1997-10-15 15:30:54# 122. lþ. 10.4 fundur 3. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (tekjutenging bótaliða) frv., HjÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 10. fundur

[15:30]

Hjálmar Árnason (andsvar):

Herra forseti. Ég hef í rauninni engu við það að bæta sem ég hef sagt nú þegar. Ég lýsti þeirri skoðun minni að jaðarskattanefnd hefði í raun ekki lokið störfum, formaður ákvað að skila lýsingu á vinnu nefndarinnar. En ég sagði áðan að ég teldi að nefndin hefði ekki lokið störfum sínum þar sem ekki hefði fyllilega reynt á það hvort hægt væri að birta sameiginlegar tillögur frá nefndinni. Að öðru leyti spyr hv. þm. ekki réttan aðila. Ég lýsti því og vitnaði til þess sem hæstv. fjmrh. hefði lýst að önnur nefnd hefði verið skipuð. Þegar ein nefnd hefur lagt mikla vinnu í að kortleggja landið dreg ég þá eðlilegu ályktun að sú vinna nýtist í annarri nefnd. Að öðru leyti er ég ekki rétti aðilinn til þess að upplýsa um það. Þetta er bara eðlileg ályktun sem ég hygg að hv. þm. hljóti að sjá að er augljós.