Stefnan í heilbrigðismálum

Fimmtudaginn 16. október 1997, kl. 12:11:09 (557)

1997-10-16 12:11:09# 122. lþ. 11.93 fundur 55#B stefnan í heilbrigðismálum# (umræður utan dagskrár), GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur

[12:11]

Guðný Guðbjörnsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég get tekið undir með hv. þm. Valgerði Sverrisdóttur að vissulega vonum við að sjúklingarnir séu ekki aukaatriði. En umræðan um kjaramál nokkurra stétta, bæði lækna, presta og kennara hefur snúist þannig að fólk fer að velta fyrir sér hvort börnin séu orðin aukaatriði, hvort sjúklingarnir séu orðnir aukaatriði og hvort sóknarbörn presta séu aukaatriði. Þetta er vegna eðlis þessara stétta. Við vonum svo sannarlega að sjúklingar, nemendur og sóknarbörn séu ekki aukaatriði. Því miður fer umræðan í þann farveg og það er mjög erfitt að koma í veg fyrir það. Þess vegna vona ég að við berum gæfu til að leysa þessi mál og læknar komist út úr þeim farvegi sem kjaramál þeirra eru í.